Leikinn með luftgítar

00:00
00:00

Frakk­inn Sylvain Qui­mene fór með sig­ur af hólmi í heims­meist­ara­keppn­inni í luft­gít­ar­leik sem lauk í gær­kvöldi í Oulu í Finn­landi. Keppt hef­ur verið í þess­ari list­grein ár­lega í Oulu frá ár­inu 1996.

Qui­mene, sem er 28 ára og keppti und­ir sviðsnafn­inu Gunt­her Love, var klædd­ur í gyllt­an leik­fimi­bol og þótti bera af í luft­gít­ar­sóló­um og helj­ar­stökk­um. Hann fékk alls 35,1 stig, mun meira en Banda­ríkjamaður­inn  „Hot Lixx Hula­h­an" Bill­meier, sem sigraði í fyrra, og Frakk­inn Andrew „William Oce­an" Litz, en þeir fengu báðir 24,6 stig.

Kepp­end­ur þurftu að flytja 60 sek­úndna langt lag að eig­in vali og þykj­ast leika und­ir á gít­ar. Stiga­gjöf­in bygg­ist á laga­vali, sviðsfram­komu, tækni og list­rænni tján­ingu.

21 kepp­andi tók þátt í ár frá öll­um heims­horn­um.   

Heimasíða Gunt­her Love

Luftgítarleikur er vinsæl keppnisgrein.
Luft­gít­ar­leik­ur er vin­sæl keppn­is­grein. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Um leið og þú lætur álit þitt í ljós máttu líka eiga von á viðbrögðum við þeim. Reyndu að koma eins miklu í verk og þú getur. Fólk mun ekki kunna að meta afskiptasemi þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Um leið og þú lætur álit þitt í ljós máttu líka eiga von á viðbrögðum við þeim. Reyndu að koma eins miklu í verk og þú getur. Fólk mun ekki kunna að meta afskiptasemi þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir