Leikinn með luftgítar

Frakkinn Sylvain Quimene fór með sigur af hólmi í heimsmeistarakeppninni í luftgítarleik sem lauk í gærkvöldi í Oulu í Finnlandi. Keppt hefur verið í þessari listgrein árlega í Oulu frá árinu 1996.

Quimene, sem er 28 ára og keppti undir sviðsnafninu Gunther Love, var klæddur í gylltan leikfimibol og þótti bera af í luftgítarsólóum og heljarstökkum. Hann fékk alls 35,1 stig, mun meira en Bandaríkjamaðurinn  „Hot Lixx Hulahan" Billmeier, sem sigraði í fyrra, og Frakkinn Andrew „William Ocean" Litz, en þeir fengu báðir 24,6 stig.

Keppendur þurftu að flytja 60 sekúndna langt lag að eigin vali og þykjast leika undir á gítar. Stigagjöfin byggist á lagavali, sviðsframkomu, tækni og listrænni tjáningu.

21 keppandi tók þátt í ár frá öllum heimshornum.   

Heimasíða Gunther Love

Luftgítarleikur er vinsæl keppnisgrein.
Luftgítarleikur er vinsæl keppnisgrein. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir