Þjófarnir fylgjast með á Facebook

Facebook er ein - ef ekki sú vinsælasta - samskiptasíða …
Facebook er ein - ef ekki sú vinsælasta - samskiptasíða á netinu.

Að stæra sig af nýju hljómflutningsgræjunum eða flatskjánum með myndum á Facebook og tilkynna svo nokkrum dögum síðar að þú sért á leið í sumarbústað í nokkra daga gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Nýleg bresk könnun á vegum Legal And General leiddi í ljós að nærri fjórir af tíu notendum samskiptavefjanna Facebook eða Twitter hika ekki við að láta vini og kunningja vita að þeir verði að heiman um skeið. Aðstandendur könnunarinnar unnu í samstarfi við fyrrverandi þjóf sem staðfesti að þjófar nýttu sér samskiptavefi við að undirbúa rán.

Vinabeiðnir frá ókunnugu fólki voru sendar til 100 manns og af þeim voru 13 samþykktar á Facebook og 92 á Twitter. 48% af 2.000 þátttakendum höfðu engar áhyggjur af öryggi á samskiptavefjum og 70% töldu vefina rétta staðinn til að sýna nýkeyptar gersemar. jmv@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar