Tunglgrjótið reyndist vera tré

,,Tunglgrjótið
,,Tunglgrjótið" fræga. AP

Einn af fjársjóðum Ríkisminjasafns Hollands,  tunglgrjót frá fyrstu tunglgöngunni, er raun steingert tré, segja safnverðir.

,,Steinninn" var gefinn fyrrum forsætisráðherra Hollands, Willem Drees, þegar geimfararnir þrír, sem fóru með Apollo 11 til tungslins komu í heimsókn til Hollands skömmu eftir tunglför þeirra 1969.

Þegar Drees lést var gjöfin færð til safnsins þar sem hún hefur verið til sýnis síðan.

Um tíma var ,,steinninn" tryggður fyrir hálfa milljón dala en prófanir hafa nú leitt í ljós að ekki var um alvöru tunglstein að ræða.

Safnið, Rijksmuseum, sem er betur þekkt fyrir málverk þekktra listamanna eins og Rembrandt, segir að það muni halda gripnum sem furðuverki.

,,Þetta er góð saga og það hefur ekki öllum spurningum verið svarað," segir Xandra van Gelder sem yfirumsjón með rannsókninni sem leiddi í ljós að steinninn er falsaður, í viðtali við AP.

,,Það er hægt að hlægja að þessu", sagði  hún við. 

Bandaríska geimferðastofnunin gaf meira en 100 löndum tunglsteina í kjölfar tunglferðanna á 8.áratugnum.

Bandarískir embættismenn segjast enga skýringu hafa á hollensku uppgötvuninni.

Það er spurning hvort eitthvað af hinum tunglsteinum landanna 100 sé í raun steingerð tré? Hollenska uppgötvunin gæti að minnsta kosti verið vatn á myllu þeirra sem halda því fram að tunglferðirnar hafi aldrei verið farnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka