Einstefna í báðar áttir

Mikl­ar um­ferðartaf­ir voru í tveim­ur út­hverf­um Par­ís­ar í dag eft­ir að borg­ar­stjór­ar hvors hverf­is um sig lýsti sömu göt­una sem ein­stefnu­götu - í sitt hvora átt­ina.

Pat­rick Balk­any, borg­ar­stjóri í Levallois-Per­ret, gerði veg­inn, D909, að ein­stefnu til þess að létta á um­ferð gegn­um hverfið.

Hins veg­ar sagði Gil­les Catoire, borg­ar­stjóri í Clic­hy-la-Garenne, að þetta yki um­ferðartaf­ir í hans hverfi.

Hann gerði því þann hluta veg­ar­ins sem ligg­ur í gegn­um Clic­hy að ein­stefnu­götu líka, nema í hina átt­ina.

Þegar svo gagn­stæð um­ferðar­skilti voru kom­in upp gerðist hið óhjá­kvæm­lega og um­ferðin stöðvaðist al­ger­lega. Varð lög­regl­an að koma til aðstoðar og beina um­ferðinni frá svæðinu.

,,Það sem Clic­hy gerði er ekki lang­tíma­lausn held­ur svar við ein­hliða ákvörðun tek­inni af stjórn Levallois," sagði vara­borg­ar­stjóri Clic­hy, Alain Fournier, í sam­tali við AFP.

Balk­any sagði hins veg­ar: Borg­ar­stjór­inn í Clic­hy hef­ur tekið af­stöðu sem er ósann­gjörn og kem­ur niður á hans eig­in kjós­end­um.

Þúsund­ir öku­manna fara milli út­hverf­anna tveggja hvern ein­asta dag á leið sinni til og frá vinnu í höfuðborg­inni Par­ís.


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Rómantíkin er allsráðandi í dag eftir full vitsmunalegar áherslur síðustu daga. Kannski langar þig til að vera innan við fólk þótt það sé stundum krefjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Rómantíkin er allsráðandi í dag eftir full vitsmunalegar áherslur síðustu daga. Kannski langar þig til að vera innan við fólk þótt það sé stundum krefjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka