Einstefna í báðar áttir

Miklar umferðartafir voru í tveimur úthverfum Parísar í dag eftir að borgarstjórar hvors hverfis um sig lýsti sömu götuna sem einstefnugötu - í sitt hvora áttina.

Patrick Balkany, borgarstjóri í Levallois-Perret, gerði veginn, D909, að einstefnu til þess að létta á umferð gegnum hverfið.

Hins vegar sagði Gilles Catoire, borgarstjóri í Clichy-la-Garenne, að þetta yki umferðartafir í hans hverfi.

Hann gerði því þann hluta vegarins sem liggur í gegnum Clichy að einstefnugötu líka, nema í hina áttina.

Þegar svo gagnstæð umferðarskilti voru komin upp gerðist hið óhjákvæmlega og umferðin stöðvaðist algerlega. Varð lögreglan að koma til aðstoðar og beina umferðinni frá svæðinu.

,,Það sem Clichy gerði er ekki langtímalausn heldur svar við einhliða ákvörðun tekinni af stjórn Levallois," sagði varaborgarstjóri Clichy, Alain Fournier, í samtali við AFP.

Balkany sagði hins vegar: Borgarstjórinn í Clichy hefur tekið afstöðu sem er ósanngjörn og kemur niður á hans eigin kjósendum.

Þúsundir ökumanna fara milli úthverfanna tveggja hvern einasta dag á leið sinni til og frá vinnu í höfuðborginni París.


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka