Hann var heldur betur heppinn maðurinn sem keypti gamalt málverk á fornmarkaði í Lancaster-sýslu í Fíladelfíu á fjóra dollara. Þegar hann tók myndina úr rammanum kom í ljós saman brotið blað sem við nánari athugun reyndist vera eitt af frumeintökum Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. Skjalið er um 800.000-1.200.000 dollara virði, að sögn uppboðshússins Sotheby's í New York, sem hefur tekið það í umboðssölu.
Skjalið var prentað 4. júlí 1776, nema hvað, og er eitt 24 frumeintaka af yfirlýsingunni, að því er vitað er. Til stendur að selja skjalið á uppboði í Sotheby's í júní á næsta ári.
Árið 1990 var annað eintak yfirlýsingarinnar slegið hæstbjóðanda í uppboðshúsinu fyrir metverð, 1.595.000 dollara. Það verður því spennandi að sjá hvað fæst fyrir hið nýfundna eintak.