Vinstri ríkissmokkar gagnrýndir

Stjórnvöld í Uruguay geta neyðst til að endurkalla þúsundir smokka sem dreift hefur verið í aðdraganda forsetakosninganna sem haldnar verða í næsta mánuði. Stjórnarandstaðan segir að smokkarnir, sem bera mynd forsetaframbjóðandans Jose Mujica, hafi verið borgaðir með opinberu fé.

Í kosningabaráttunni dreifðu vinstrimenn 50.000 smokkum með mynd frambjóðandans og í litum flokksins til kjósenda. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra úr röðum íhaldsmanna, Gustavo Amen Vaguetti, hefur nú kvartað yfir gjöfinni og beðið stjórnarflokkinn að endurkalla alla smokkana.

„Vandamálið er að þeir voru ekki keyptir sem hluti af heilsuherferð heldur með opinberu fé,“ segir Vaguetti. Hann segir þá hafa átt að greiðast úr kosningasjóðum Mujica. Smokkarnir voru rauðir, hvítir og bláir og á þá var letrað Pepe, gælunafn Mujica.

 „Við getum vel endurgreitt heilbrigðisráðuneytinu,“ segir talsmaður Vinstriflokksins. Flokkurinn muni þó halda áfram dreifingu smokkanna. „Það sem við höfum dreift er aðeins lítill hluti þeirra 250.000 smokka sem við keyptum fyrir kosningaherferðina,“ sagði talsmaðurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir