Báðust afsökunar á fréttaklúðri

Neil Armstrong (t.v.) sést hér ásamt Michael Collins og Edward …
Neil Armstrong (t.v.) sést hér ásamt Michael Collins og Edward „Buzz“ Aldrin. Reuters

Tvö dagblöð í Bangladess hafa beðist afsökunar á því að hafa birt frétt sem birtist upphaflega á bandarískum háðsádeiluvef. Þar var fullyrt,  að tunglferðirnar hafi verið sviðsettar.

Dagblaðið Manab Zamin greindi frá því að bandaríski geimfarinn Neil Armstrong hefði sagt á blaðamannafundi að tungllendingin hefið verið eitt stórt sjónarspil. Hefði mörgum brugðið við þessar yfirlýsingar geimfarans.

Dagblaðið New Nation fylgdi svo í kjölfarið og birti samskonar frétt. Hvorugt dagblaðið gerði sér grein fyrir því að vefsíða  The Onion, sem minnir á vef Baggalúts, væri ekki ósvikinn fréttavefur.

Nú hafa forsvarsmenn dagblaðanna beðið lesendur sína velvirðingar á þessum mistökum.

„Við héldum að þetta væri satt og því birtum við þetta án þess að fá þetta staðfest,“ segir aðstoðarritstjórinn Hasanuzzuman Khan í samtali við AFP-fréttastofuna.

„Við vissum ekki að The Onion væri ekki alvöru fréttasíða.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir