Sænskur karlmaður vill gefa brjóst

Brjóstagjöf er heillandi í augum margra.
Brjóstagjöf er heillandi í augum margra. mbl.is/Brynjar Gauti

Hálfþrítugur sænskur karlmaður tekur nú þátt í tilraun sem gæti gert honum kleift að gefa börnum sínum brjóst. Frá þessu er greint á vef danska dagblaðsins Politiken í dag. 

Ragnar Bengtsson mun á næstu þremur mánuðum notast við brjóstapumpu og freista þess að þvinga brjóst sín til þess að framleiða brjóstamjólk. Sænska sjónvarpsstöðin TV8 mun fylgjast með tilraunum Bengtsson. 

„Allt sem ekki skaðar líkamann er þess virði að prófa,“ segir Bengtsson. „Ef þetta virkar gæti þetta verið mikilvæg leið fyrir karlmenn til þess að komast í nánari tengsl við börnin sín strax í æsku,“ segir Bengtsson sem á tveggja ára gamalt barn. 

Sem lið í tilrauninni þarf Bengtsson að örva geirvörtur sínum á þriggja tíma fresti  á hverjum einasta degi í þrjá mánuði.

Dags daglega les Bengtsson hagfræði við Háskólann í Stokkhólmi, en hann sér enga meinbugi við því að draga brjóstapumpuna fram opinbera. „Ég hef ætlað mér að nota pumpuna meðan ég hlusta á fyrirlestra. Það truflar mig ekki þótt öðru fólki finnist það óviðurkvæmilegt. Finnist þeim það vandamál þá er það þeirra vandamál.“

Framleiðsla karlmanna á brjóstamjólk er ekki óþekkt fyrirbæri í tengslum við hormónagjöf, en Ragnar  hyggst ekki notast við neina hormónagjöf til þess að flýta ferlinu. 

Sigbritt Werner, prófessor við Karolinska Institut í Stokkhólmi, er þess fullviss að Bengtsson muni ekki takast að framleiða meira en nokkra mjólkurdropa eftir þriggja mánaða tilraunameðferð. 

„Konur geta gefið brjóst eftir að þær hafa verið baðaðar í hormónum á níu mánaða tímabili, þannig að þetta tekur sjálfsagt allnokkurn tíma,“  segir hún í samtali við sænska dagblaðið The Local.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir