Sofnaði yfir skákborðinu

Vladislav Tkachiev.
Vladislav Tkachiev.

Kunnur franskur stórmeistari í skák varð að gefa skák í stórmóti, sem nú stendur yfir í Nýju-Delhi á Indlandi. Skákmaðurinn, sem virðist hafa mætt drukkinn til leiks, sofnaði yfir skákborðinu og ekki var hægt að vekja hann.

Vladislav Tkachiev, sem er fæddur í Rússlandi en er með franskan ríkisborgararétt, var að tefla við Indverjann Praveen Kumar í þriðju umferð mótsins. Fljótlega fór Tkachiev að dotta milli leikja en aðrir keppendur ýttu við honum og gáfu honum að drekka. En eftir 15 leiki sofnaði Tkachiev fram á skákborðið og vaknaði ekki þrátt tilraunir hinna keppendanna og starfsmanna. Varð loks að bera hann út og skákin var úrskurðuð töpuð.

Að sögn blaðsins Indian Express lýstu aðrir keppendur hneykslun á málinu, þar á meðal enski stórmeistarinn Nigel Short, sem hvatti til þess að Tkachiev yrði vikið úr mótinu.

Tkachiev er 35 ára. Hann bjó um tíma í Kasakstan og tefldi fyrir þá þjóð á ólympíuskákmótum. Hann flutti síðan til Frakklands og varð franskur meistari árið 2006. Hann er með 2650 skákstig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar