Kynlíf fyrir heimilisfriðinn

Bók Banda­ríkja­mann­anna Cin­dy Mest­on og Dav­id Buss um ástæður þess að kon­ur sækj­ast eft­ir kyn­lífi hef­ur vakið mikla at­hygli. Í bók­inni er því haldið fram að ólíkt körl­um þurfi kon­ur að hafa sér­stak­ar ástæður til að langa til að stunda kyn­líf. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Höf­und­ar bók­ar­inn­ar segja allt að 200 ástæður geta legið að baki því að kon­ur vilji stunda kyn­líf og að fæst­ar þeirra teng­ist ást eða lík­am­legri lögn­un. Ástæðurn­ar séu mun frek­ar þær að kon­ur vilji í raun tryggja sér eitt­hvað eða ná ein­hverju fram með kyn­lífi.    

Höf­und­arn­ir, sem bæði eru fræðimenn við há­skól­ann í Aust­in í Texas, byggja bók sína á viðtöl­um sem þau tóku við rúm­lega 1.000 kon­ur.Á meðal þess sem kon­urn­ar nefna helst sem ástæður þess að þær stundi kyn­líf er að þær vilji koma í veg fyr­ir að eig­in­menn þeirra leiti annað eft­ir kyn­lífi, að það geri þær sjálfs­ör­ugg­ari og eig­in­menn þeirra sam­vinnuþýðari, m.a. við heim­il­is­verk­in.

Þá nefn­ir hóp­ur þeirra kyn­líf sem vörn gegn mígreni.84% kvenn­anna segja einnig al­gengt að þær stundi kyn­líf til að létta lund maka síns og halda þannig heim­il­is­friðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell