Blekkingum beitt á YouTube

Karen og August í myndskeiðinu.
Karen og August í myndskeiðinu.

Óvenjulegt hneykslismál er komið upp í Danmörku en í ljós hefur komið, að myndskeið, sem birtist á samskiptavefnum YouTube og sýndi danska konu sem var að leita að barnsföður sínum var í raun runnið undan rifjum danska ferðamálaráðsins.

Í myndskeiðinu segist ung dönsk kona heita Karen og vera að leita að föður August sonar síns. Myndskeiðið vakti mikla athygli í Danmörku og fengið nærri 800 þúsund heimsóknir.

En nú er komið í ljós að ferðamálastofnunin VisitDanmark lét gera myndskeiðið fyrir opinbert fé með það fyrir augum að lokka fleiri ferðamenn til landsins. Konan, sem kemur fram í myndskeiðinu, heitir ekki Karen heldur er hún leikkona að nafni Ditte Arnth Jørgensen. Hún á heldur ekki barnið.

„Skattpeningar eru notaðir til að markaðssetja landið á grundvelli lygi," segir Jótlandspósturinn og er ekki skemmt.  

Myndskeiðið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir