Blekkingum beitt á YouTube

Karen og August í myndskeiðinu.
Karen og August í myndskeiðinu.

Óvenjulegt hneykslismál er komið upp í Danmörku en í ljós hefur komið, að myndskeið, sem birtist á samskiptavefnum YouTube og sýndi danska konu sem var að leita að barnsföður sínum var í raun runnið undan rifjum danska ferðamálaráðsins.

Í myndskeiðinu segist ung dönsk kona heita Karen og vera að leita að föður August sonar síns. Myndskeiðið vakti mikla athygli í Danmörku og fengið nærri 800 þúsund heimsóknir.

En nú er komið í ljós að ferðamálastofnunin VisitDanmark lét gera myndskeiðið fyrir opinbert fé með það fyrir augum að lokka fleiri ferðamenn til landsins. Konan, sem kemur fram í myndskeiðinu, heitir ekki Karen heldur er hún leikkona að nafni Ditte Arnth Jørgensen. Hún á heldur ekki barnið.

„Skattpeningar eru notaðir til að markaðssetja landið á grundvelli lygi," segir Jótlandspósturinn og er ekki skemmt.  

Myndskeiðið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir