Hraðlest ók yfir sofandi pilt

Það er ekkert grín að fá lest yfir sig. Mynd …
Það er ekkert grín að fá lest yfir sig. Mynd úr safni. AP

Drukkinn franskur táningur var hársbreidd frá því að láta lífið þegar hann sofnaði á lestarteinum skammt frá Saint Nolff á Bretaníuskaga á sunnudag. Hann svaf á sínu græna eyra þegar hraðlest keyrði bókstaflega yfir hann.

Að sögn lögreglu slapp pilturinn, sem er 19 ára, óskaddaður. Hann fékk aðeins olíu og feiti á jakkann sinn.

Lestarstjórinn sá hvar maðurinn lá og nauðhemlaði. Lestin nam hins vegar ekki staðar fyrr en nokkur hundruð metrum framar en þar sem pilturinn lá.

Talsmaður lögreglunnar segir að meðvitundarleysi mannsins hafi í raun orðið honum til bjargar, því hann lá alveg hreyfingarlaus á teinunum. Hann segir að bilið frá teinunum að neðsta hluta undirvagnsins hafi aðeins verið um 20 cm.

Hann segir að pilturinn hafi verið að ganga heim frá tónlistarhátíð, sem hafði farið fram í Saint Nolff. Hann hafi hins vegar stöðvað á lestarteinunum og ákveðið að leggja sig stutta stund.

Pilturinn sendi lögreglu- og slökkviliðsmönnum fingurinn og sneri sér á hina hliðina þegar þeir vöktu hann. Lögreglan segir að pilturinn hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann er enn að jafna sig eftir áfengisneysluna á hátíðinni.

„Hann gerir sér enga grein fyrir því hvað gerðist,“ sagði talsmaður lögreglunnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar