Hraðlest ók yfir sofandi pilt

Það er ekkert grín að fá lest yfir sig. Mynd …
Það er ekkert grín að fá lest yfir sig. Mynd úr safni. AP

Drukk­inn fransk­ur tán­ing­ur var hárs­breidd frá því að láta lífið þegar hann sofnaði á lest­artein­um skammt frá Saint Nolff á Bret­an­íu­skaga á sunnu­dag. Hann svaf á sínu græna eyra þegar hraðlest keyrði bók­staf­lega yfir hann.

Að sögn lög­reglu slapp pilt­ur­inn, sem er 19 ára, óskaddaður. Hann fékk aðeins olíu og feiti á jakk­ann sinn.

Lest­ar­stjór­inn sá hvar maður­inn lá og nauðhemlaði. Lest­in nam hins veg­ar ekki staðar fyrr en nokk­ur hundruð metr­um fram­ar en þar sem pilt­ur­inn lá.

Talsmaður lög­regl­unn­ar seg­ir að meðvit­und­ar­leysi manns­ins hafi í raun orðið hon­um til bjarg­ar, því hann lá al­veg hreyf­ing­ar­laus á tein­un­um. Hann seg­ir að bilið frá tein­un­um að neðsta hluta und­ir­vagns­ins hafi aðeins verið um 20 cm.

Hann seg­ir að pilt­ur­inn hafi verið að ganga heim frá tón­list­ar­hátíð, sem hafði farið fram í Saint Nolff. Hann hafi hins veg­ar stöðvað á lest­artein­un­um og ákveðið að leggja sig stutta stund.

Pilt­ur­inn sendi lög­reglu- og slökkviliðsmönn­um fing­ur­inn og sneri sér á hina hliðina þegar þeir vöktu hann. Lög­regl­an seg­ir að pilt­ur­inn hafi verið flutt­ur á sjúkra­hús þar sem hann er enn að jafna sig eft­ir áfeng­isneysl­una á hátíðinni.

„Hann ger­ir sér enga grein fyr­ir því hvað gerðist,“ sagði talsmaður lög­regl­unn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt grípa tækifærið til að kanna heiminn. Tafir og ergelsi sem þú fannst nýverið fyrir heyra nú sögunni til með tilkomu nýs hugarfars.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt grípa tækifærið til að kanna heiminn. Tafir og ergelsi sem þú fannst nýverið fyrir heyra nú sögunni til með tilkomu nýs hugarfars.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason