Frekar mannrán en lélegar einkunnir

Ellefu ára gamall bandarískur piltur var svo hræddur við að segja foreldrum sínum frá því hversu lélegar einkunnir hann hafði fengið í skólanum að hann falsaði sitt eigið mannrán.

Skólapilturinn sagði að karlmaður á rauðum bíl hafi rænt honum er hann yfirgaf skólann sinn í Huntsville, Alabama og neytt hann inn í bifreiðina. Að hans sögn var maðurinn vopnaður byssu og sagði: „Ég ætla að fara með þig á ákveðinn stað og drepa þig."

Í samtali við lögreglu sagði pilturinn að honum hafi tekist að stökkva út úr bifreiðinni en því miður hafi hann þurft að skilja skólatöskuna eftir í bifreiðinni. Hann hafi síðan hlaupið heim til afa og ömmu.

Lögreglu fannst hins vegar furðulegt að pilturinn hafi náð að flýja með hljóðfæri sitt en ekki skólatöskuna.  Að lokum viðurkenndi pilturinn að hafa logið til um mannránið þar sem hann hafi ekki þorað að segja foreldrum sínum frá því hve lélegar einkunnirnar væru. Afi hans hringdi til lögreglu og baðst afsökunar fyrir hönd drengsins.
Að sögn lögreglu verður pilturinn ekki ákærður fyrir athæfið en ekki kemur fram í frétt  Huntsville Times hvort taskan hafi komið í ljós og einkunnaspjaldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir