Stökk út í á til að forðast kýr

Kýr geta verið varasamar.
Kýr geta verið varasamar. Reuters

Bresk­ur karl­maður, sem var í göngu­ferð með hund­in­um sín­um, lenti í kröpp­um dansi þegar kúa­hjörð neyddi hann til að leita skjóls í Thamesá í Oxford­skíri í rúma klukku­stund.

Maður­inn, sem er frá London, var að ganga eft­ir stíg skammt frá bæn­um Radcot þegar kýrn­ar hófu að elta hann. Hann hringdi í lög­regl­una og óskaði eft­ir aðstoð og um tíma var lög­regluþyrla sett í viðbragðsstöðu.

Lög­regl­an í Thames­dal seg­ir að lög­reglumaður, sem hef­ur reynslu af því að reka kýr, hafi gefið mann­in­um leiðbein­ing­ar. Hann sagði hon­um að vera ákveðinn við dýr­in og veifa hand­leggj­un­um. Og ef hann væri með prik þá væri það enn betra.

Þetta virðist hafa gengið upp því maður­inn hitti lög­reglu­menn á hót­eli í Radcot sem könnuðu hvort mann­in­um hefði orðið meint af þess­um viðskipt­um.

Fram kem­ur á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins að maður­inn hafði verið í ánni í um 20 mín­út­ur áður en hann hafði sam­band við lög­regl­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Gættu vel að framkomu þinni í fjölmenni og að gera ekkert sem getur valdið athugasemdum. Innst inni veistu að þú munt ná þér aftur á strik.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Gættu vel að framkomu þinni í fjölmenni og að gera ekkert sem getur valdið athugasemdum. Innst inni veistu að þú munt ná þér aftur á strik.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell