Melónur með sömu virkni og viagra

Vatnsmelónur hafa svipuð áhrif á líkamann og stinningarlyfið viagra samkvæmt niðurstöðum nýrrar bandarískrar rannsóknar. Í vatnsmelónum er efni sem nefnt er citrulline en það hefur róandi áhrif á æðar og eykur blóðflæði með svipuðum hætti og stinningarlyfið.

Fram kemur á fréttavef BBC, að rannsóknin hafi verið gerð á vegum opinberrar bandarískrar stofnunar í Texas. Haft er eftir Bhimu Patil, sem stýrði rannsókninni, að alltaf hafi verið vitað að neysla vatnsmelóna væri heilsusamleg.

„Vatnsmelónur hafa ekki áhrif á sérstök líffæri eins og viagra... en það er frábært að geta róað æðarnar án aukaverkana vegna lyfja."

Um 92% af vatnsmelónum er vatn en í þeim 8% sem eftir eru  er mikið af andoxunarefninu lycopen sem hefur góð áhrif á húðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan