Farþegar írska lágfargjaldafélagsins Ryanair geta framvegis fengið að svala nikótínþörfinni með því að „reykja“ reyklausar sígarettur. Ekki þarf að kveikja í.
„Bannað hefur verið að reykja í farþegaflugi frá því á tíunda áratugnum en Ryanair vill sinna kröfum farþega og hefur því kynnt til sögunnar Similar Smokeless Cigarettes [Sams konar reyklausar sígarettur] sem virðast vera og líta út eins og raunverulegar sígarettur og gefa frá sér dálítið af nikótíni þegar fólk sogar að sér,“ sagði í yfirlýsingu frá flugfélaginu.