Vatn á flöskum bannað

Flöskuvatn er bannað í Bundanoon
Flöskuvatn er bannað í Bundanoon

Allt vatn á flöskum var tekið úr hillum verslana í ástralska bænum Bundanoon í Ástralíu í dag en þar hefur vatn í plastflöskum verið bannað með lögum.  Áfyllanlegum flöskum var komið fyrir í staðinn en bannið er talið það fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

Hundruð bæjarbúa fylktu liði um bæinn í gær til að taka þátt í þessum fyrsta flöskubannsdegi en fjöldi nýrra drykkjarbrunna hefur verið komið fyrir í bænum og inni í verslunum.

Bæjarbúar kusu í júlí um að banna flöskuvatn eftir að hafa fengið fræðslu um umhverfisáhrif flöskuvatns. „Á meðan stjórnmálamenn okkar glíma við risavaxin verkefni loftslagsbreytinga sýnir Bundanoon að hægt er að gera ótrúlegustu hluti í minni samfélögum og komið á verulegum breytingum í þágu umhverfisins,“sagði John Dee, talsmaður herferðarinnar í samtali við AFP-fréttastofuna. 

Bæjarbúar spara auk þess peninga á breytingunum og það er aukin hvatning. Plast og eldsneyti vegna framleiðslu vatns á flöskum er talið af umhverfisverndarsinnum valda ónauðsynlegri mengun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar