Íslendingurinn gerði það!

Íslendingar hafa verið sakaðir um ýmislegt að undanförnu.
Íslendingar hafa verið sakaðir um ýmislegt að undanförnu. mbl.is/ÞÖK

Tuttugu og sjö ára gamall enskur sjúkraflugmaður segist hafa verið haldinn stundarbrjálæði þegar hann laug að lögreglunni til að komast hjá því að greiða hraðasekt. Flugmaðurinn, sem á von á því að verða dæmdur í fangelsi, sagði að íslensk kona hefði setið á bak við stýri bílsins, sem ekið var of hratt, en ekki hann.

Fjallað er um málið á vef The Herald í Plymouth. Þar kemur fram að Joseph Drury viðurkenndi að hafa logið að lögreglunni til að halda starfinu; hann hefði misst ökuréttindin þá hefði hann einnig misst vinnuna. 

Hraðamyndavél mældi Drury í febrúar sl. á 100 km hraða á vegarkafla í Plymouth á Englandi þar sem hámarkshraðinn er 65 km á klst.

Þegar hann fékk svo hraðasektina í hendur neitaði hann sök. Hann hélt því fram að íslensk kona hefði ekið bílnum.

Drury gerði allt sem hann gat til að komast hjá því að greiða sektina. Hann lét lögregluna m.a. hafa flugdagbækur þar sem stóð að hann hefði verið í flugi á umræddum tíma. Síðar kom í ljós að flugmaðurinn falsaði gögnin.

Drury hefur beðist afsöknar á framferði sínu. Hann hefur verið rekinn úr starfi, en hann flaug m.a. með lækna, sjúkraflutningafólk og sjúklinga á milli staða. 

Hann segir mikið álag fylgja starfinu og að það  hafi haft áhrif á gjörðir hans.

„Ég reyndi að kenna öðrum um þetta, sem var á þessum tíma í öðru landi,“ segir Drury.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar