Drukkinn prestur eyðilagði útför

mbl.is/Kristinn

Prest­ur, sem virt­ist vera sauðdrukk­inn við út­för, hef­ur verið kraf­inn um að greiða sænskri fjöl­skyldu um 300.000 sænsk­ar kr. (rúm­ar fimm millj­ón­ir kr.) í skaðabæt­ur. Þetta seg­ir talsmaður sænsku kirkj­unn­ar.

Prest­ur­inn er sagður hafa hagað sér afar furðulega við út­för­ina, en hann er sagður hafa kysst hönd dótt­ur hins látna og faðmað tví­tuga stúlku, sem er barna­barn hins látna, með ýkt­um til­b­urðum. Þetta kem­ur fram í bréfi sem fjöl­skyld­an hef­ur sent kirkju­yf­ir­völd­um.

„Allt gekk vel þar til þessi prest­ur mætti og muldraði í hálf­tíma,“ seg­ir fjöl­skyld­an. Hún seg­ir að prest­ur­inn hafi angað af áfengi. „Eng­inn, hvorki aðstoðar­menn hans eða aðrir viðstadd­ir, skildu hvað hann var að segja,“ seg­ir í bréf­inu.

„Það fyrsta sem við mun­um hugsa um þegar við minn­umst lát­ins ást­vin­ar er þessi fulli prest­ur,“ segja þau.

Fjöl­skyld­an fer einnig fram á það að þau fái all­an kostnað vegna út­far­ar­inn­ar end­ur­greidd­an.

Málið er í rann­sókn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Nýtt ár vekur þér löngun til að betrumbæta heimili þitt. Að hlusta á gáfuleg heilræði leiðir þig á beinu brautina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Nýtt ár vekur þér löngun til að betrumbæta heimili þitt. Að hlusta á gáfuleg heilræði leiðir þig á beinu brautina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell