Drukkinn prestur eyðilagði útför

mbl.is/Kristinn

Prestur, sem virtist vera sauðdrukkinn við útför, hefur verið krafinn um að greiða sænskri fjölskyldu um 300.000 sænskar kr. (rúmar fimm milljónir kr.) í skaðabætur. Þetta segir talsmaður sænsku kirkjunnar.

Presturinn er sagður hafa hagað sér afar furðulega við útförina, en hann er sagður hafa kysst hönd dóttur hins látna og faðmað tvítuga stúlku, sem er barnabarn hins látna, með ýktum tilburðum. Þetta kemur fram í bréfi sem fjölskyldan hefur sent kirkjuyfirvöldum.

„Allt gekk vel þar til þessi prestur mætti og muldraði í hálftíma,“ segir fjölskyldan. Hún segir að presturinn hafi angað af áfengi. „Enginn, hvorki aðstoðarmenn hans eða aðrir viðstaddir, skildu hvað hann var að segja,“ segir í bréfinu.

„Það fyrsta sem við munum hugsa um þegar við minnumst látins ástvinar er þessi fulli prestur,“ segja þau.

Fjölskyldan fer einnig fram á það að þau fái allan kostnað vegna útfararinnar endurgreiddan.

Málið er í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir