Stjórnendur íslensku bankanna fá Ig Nóbelinn

Sumir verðlaunahafar voru viðstaddir þegar Ig Nóbelsverðlaunin voru afhent í …
Sumir verðlaunahafar voru viðstaddir þegar Ig Nóbelsverðlaunin voru afhent í gærkvöldi. Þar á meða var lýðheilsuverðlaunahafinn Elena Bodnar með brjóstahaldarann sem hægt er að breyta í gasgrímu. AP

Stjórnendur og endurskoðendur föllnu íslensku viðskiptabankanna þriggja og Seðlabanka Íslands hlutu svonefndan Ig Nóbel, grínverðlaun sem vefritið Impropable Research í Harvard háskóla veitir árlega í aðdraganda Nóbelsverðlaunanna.

Íslensku bankamennirnir fá verðlaunin í hagfræði fyrir að sýna fram á að hægt sé að breyta örbönkum í stórbanka á skömmum tíma  og öfugt  og fyrir að sýna að hægt sé að gera svipað við hagkerfi heilla þjóða. 

Meðal annarra verðlaunahafa voru   Catherine Douglas og Peter Rowlinson, sem fengu verðlaunin í dýralækningum fyrir að sýna fram á að kýr sem hafa fengið nöfn mjólka betur en nafnlausar kýr.

Donald Unger fékk verðlaunin í læknisfræði fyrir að láta braka aðeins í hnúum annarrar handarinnar í 60 ár til að rannsaka hvort slíkt athæfi leiddi til liðagigtar.

Lögreglan á Írlandi fékk verðlaunin í bókmenntum fyrir að gefa út 50 sektarmiða á nafn Pólverjans Prawo Jazdy, sem þýðir á pólsku: er ekki með ökuskírteini.

Þá fengu  Katherine Whitcome, Liza Shapiro og Daniel Lieberman verðlaun í eðlisfærði fyrir að rannsaka hvernig þungaðar konur halda jafnvægi. Seðlabanki Simbabve fékk verðlaun í stærðfræði fyrir að gefa út gjaldmiðil með verðgildi frá 1 senti til 100 billjóna. Loks fengu  Elena Bodnar, Raphael Lee og Sandra Marijan verðlaun fyrir lýðheilsu fyrir að finna upp brjóstahaldara sem hægt er að breyta í gasgrímu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir