Áhöfnin slóst í flugvélinni

Ein af þotum flugfélagsins Air India.
Ein af þotum flugfélagsins Air India. AP

Flugfélagið Air India segist vera að rannsaka ásakanir um að flugmenn og flugfreyjur hafi slegist framan við furðu lostna farþega í flugvél, sem var á leið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Delhi á Indlandi.

Blaðið The Times of India segir að átökin hafi byrjað eftir að flugfreyja sakaði flugmann um kynferðislega áreitni. Leikurinn barst eftir gangi farþegarýmisins en um 100 farþegar voru í vélinni.

Fullyrt er, að stjórnklefi Airbus A-320 flugvélarinnar hafi verið mannlaus um hríð og einn flugmannanna hótaði að snúa vélinni við og lenda í Pakistan. 

24 ára gömul flugfreyja og aðstoðarflugmaður fengu áverka í átökunum. Blaðið hefur eftir lögreglu, að búið sé að taka skýrslur af mörgum sjónarvottum.

Air India hefur vikið tveimur flugmönnum og tveimur flugfreyjum hafi verið vikið frá störfum á meðan rannsókn málsins stendur yfir.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar