Venjulegar konur inn - þvengmjóar fyrirsætur út

Birgitte ætlar að úthýsa þvengmjóum fyrirsætum.
Birgitte ætlar að úthýsa þvengmjóum fyrirsætum. Reuters

Vinsælasta tímaritið fyrir konur í Þýskalandi ætlar að hætta að birta myndir af atvinnufyrirsætum í blaðinu. Þess í stað verða birta myndir af „raunverulegum konum“, að því er forsvarsmenn tímaritsins segja. Þeir vilja með þessu sporna gegn þeim óheilbrigðum viðmiðum sem hafi verið sett með því að birta myndir af tágrönnum fegurðardrottningum.

Ritstjóri Birgitte, sem er gefið út á hálfsmánaðar fresti, segir að á næsta ári muni tímaritið birta myndir af þekktum konum og venjulegum lesendum í myndasyrpum tímaritsins, þar sem fjallað er um fegurð, heilbrigði og tísku.

Andreas Lebert segir að tímaritið sé að svara lesendum sínum sem segjast vera orðnir langþreyttir á að sjá fyrirsætur sem séu eins og beinagrindur, og séu einnig mun léttari heldur en venjulegar konur.

Venjulegar konur eins og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, munu fá …
Venjulegar konur eins og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, munu fá aukið vægi í tískutímaritinu Birgitte. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar