Með dótturina í kistu á bílþakinu

Bandarísk 37 ára gömul móðir hefur verið kærð fyrir að stofna lífi dóttur sinnar í hættu. Sakarefnið er að hún ferðaðist með hana í kistu úr pappa sem komið var fyrir á þaki bifreiðar.

Konan, sem er frá borginni Alabama, var handtekin á sunnudag eftir að vitni gerði lögreglu viðvart um hátterni hennar, þar sem hún var á ferð á hraðbraut. 

Að sögn talsmanns lögreglunnar í bænum Alberville bar konan því við, að kistan hafi verið full stór til að komast fyrir inni í bílnum. Og þótt hún hafi notað dóttur sína sem kjölfestu, til að halda kassanum á þakinu, hafi hún  ekki verið í hættu, því hún hafi einnig ólað kistuna niður.

Dótturinni, sem er 13 ára, var komið í vist hjá vandamönnum eftir handtöku móður hennar, sem sleppt var úr varðhaldi í gær.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir