Hundrað ára setur heimsmet

Elsta íþróttakona heims vann í dag gullverðlaun og sló heimsmet í kúluvarpi á öðrum degi World Masters Games í Sydney. Ruth Frith er 100 ára gömul og vakti gríðarlega athygli þegar hún reyndi við gullið, en hún var að vísu sú eina sem keppti í flokknum „Hundrað ára og eldri“.

Kastið var 4,07 metra langt og uppskar hún gullverðlaun fyrir auk þess sem hún sló heimsmet. „Svo lengi sem ég svindlaði ekki þá vissi ég auðvitað að ég myndi vinna þetta,“ sagði Frith í viðtali eftir afrekið. Hún er einnig öflug í spjótkasti og hvetur aðra eldri borgara til að feta í sínu fótspor.

„Bara að prófa, allir ættu að prófa og þeir kæmu sjálfum sér á óvart,“ segir Frith sem æfir 5 daga í viku og lyftir m.a. 35 kg. lóðum í bekkpressu. Hún hvorki reykir né drekkur og borðar reyndar ekki grænmeti heldur, að eigin sögn vegna þess að henni hefur aldrei þótt það sérstakega gott. 

Frith var ókrýnd stjarna allra þeirra 28.000 íþróttamanna sem kepptu á  World Master Games leikunum í Ástralíu. Þrátt fyrir háan aldur segist hún alls ekki hafa hugsað sér að leggja kúluna á hilluna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar