Skaut konuna sína í misgripum fyrir innbrotsþjóf

Nandy Dinsmore og John Tabutt hefðu gift sig um helgina …
Nandy Dinsmore og John Tabutt hefðu gift sig um helgina ef Tabutt hefði ekki skotið unnustu sína fyrir slysni.

Bandarískur skaut unnustu sína til bana á heimili þeirra í Flórída á föstudag, þar sem hann hélt a hún væri innbrotsþjófur. „Ég hélt það væri innbrotsþjófur í húsinu og ég skaut hann en innbrotsþjófurinn er konan mín, hún virðist vera dáinn,“ sagði John Tabutt þegar hann hringdi í neyðarlínuna um miðja nótt.

Tabutt skaut unnustu sína, hina 62 ára gömlu Nancy Dinsmore, í brjóstið og hún dó skömmu síðar. Hann sagði lögreglu að hann hefði talið hana vera í rúminu við hliðina á sér allan tímann.  Parið hafði ætlað sér að giftast um helgina.  Lögreglan er enn að rannsaka málið enn á vef CBS kemur fram að maðurinn hafi augljóslega verið í sjokki þegar lögregan kom á staðinn og greinilegt sé að hann hafi elskað Dinsmore afar heitt. Því er ekki talið líklegt að hann hafi ætlað sér að skjóta hana en ekki hefur verið ákveðið hvort Tabutt verði kærður. 

Líkurnar á manndrápi eru þrisvar sinnum hærri inni á heimili þar sem eru skotvopn, samkvæmt rannsókn sem New England Journal framkvæmdi 1993. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir