Sex ára dreng refsað vegna hnífapara

Zachary Christie.
Zachary Christie. AP

Sex ára gömlum bandarískum dreng hefur verið vikið úr skóla í nokkra daga fyrir hafa tekið með sér uppáhalds ferðahnífapörin sín í skólann.

Þegar drengurinn, Zachary Christie, ætlaði að fara að snæða hádegisverð tók hann upp hníf, gaffal og skeið upp úr nestistösku sinni. Það er hins vegar bannað að taka með sér hnífa í skólann, segir á fréttavef BBC.

Upphaflega stóð til að senda piltinn í sérstakan skóla fyrir vandræðabörn, en þar átti hann að vera í 45 daga. Skólayfirvöld ákváðu hins vegar að víkja Zachary Christie úr skólanum í þrjá til fimm daga.

Downes grunnskólinn í Newark í Delaware framfylgir svokallaðir núllstefnu gagnvart hnífum, og eru þeir bannaðir sem hættuleg tól. Skólayfirvöld segjast hafa orðið að grípa til aðgerða án tillits til aldurs drengsins og þess sem hann hugðist gera með áhaldinu.

Einn þeirra sem á sæti í skólaráði grunnskólans segir hins vegar að fólk hampi núllstefnunni í ræðu og riti, en staðan breytist þegar fólk átti sig á því hversu harkaleg stefnan sé þegar henni sé beitt.

Móður drengsins styður stefnuna en þykir viðbrögð skólayfirvalda vera of hörð. Dæmi eru um að önnur skólayfirvöld hafi hunsað þessa stefnu, og undrast margir að það sama sé ekki uppi á teningnum nú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir