Martöð ferðalanganna

Hjónin John og Jane fóru heim með easyJet.
Hjónin John og Jane fóru heim með easyJet. mbl.is/Skapti

Eft­ir fjög­urra daga sólar­frí á Gíbralt­ar voru hjón­in John og Jane Reeve end­ur­nærð á leið heim á leið til Eng­lands. Bil­un í flug­vél, veik­indi farþega og flug­freyju, verk­fall flug­um­ferðar­stjóra og ým­is­legt fleira olli því hins veg­ar að í staðinn fyr­ir þriggja klukku­tíma ferðalag liðu 18 tíma þar til hjón­in komust heim til sín á suður­strönd Eng­lands.

Blaðið Mid Sus­sex Times lýs­ir þessu erfiða ferðalagi. Eft­ir fríið fóru þau á nýja flug­völl­inn á Gíbralt­ar og skráðu sig inn í flug­vél ea­syJet, sem átti að flytja þau heim til Eng­lands. En þá kom í ljós að vél­in hafði bilað og þeim var sagt að þau yrði að fara í rútu til Malága­flug­vall­ar í staðinn.

Eft­ir tveggja tíma bið lagði rút­an loks af stað með rúm­lega 150 aðra farþega. Rútu­ferðin tók rúma tvo tíma og þar var beðið á ný þar til flug­vél­in gat loks lagt af stað. Í ljós kom síðar, að ekk­ert reynd­ist vera að vél­inni í Gíbralt­ar.

En á leiðinni heim yfir Evr­ópu fékk flug­freyja botn­langakast, einn farþegi fékk hjarta­áfall og ann­ar snert af heila­blóðfalli. Því greip flug­stjór­inn á það ráð að lenda flug­vél­inni í Bordeaux í Frakklandi.

Í ljós kom síðan, að fransk­ir flug­um­ferðar­stór­ar voru í verk­falli og vegna þess hve fáir voru á vakt máttu flug­vél­ar ekki fara á loft nema með í mesta lagi 140 farþega um borð. Þess vegna varð að fá 14 sjálf­boðaliða til að dvelja áfram í Bordeaux á meðan hinir héldu áfram heim.

„Flugmaður­inn sagði, að þetta væri flug­ferð frá hel­víti. En ég vor­kenndi farþeg­un­um tveim­ur sem veikt­ust," sagði John Reeve. Þau hjón­in komu loks heim til sín klukk­an 7 um morg­un­inn og höfðu þá komið við á fjór­um flug­völl­um, og ferðast að auki með nokkr­um rút­um og leigu­bíl­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir