Martöð ferðalanganna

Hjónin John og Jane fóru heim með easyJet.
Hjónin John og Jane fóru heim með easyJet. mbl.is/Skapti

Eftir fjögurra daga sólarfrí á Gíbraltar voru hjónin John og Jane Reeve endurnærð á leið heim á leið til Englands. Bilun í flugvél, veikindi farþega og flugfreyju, verkfall flugumferðarstjóra og ýmislegt fleira olli því hins vegar að í staðinn fyrir þriggja klukkutíma ferðalag liðu 18 tíma þar til hjónin komust heim til sín á suðurströnd Englands.

Blaðið Mid Sussex Times lýsir þessu erfiða ferðalagi. Eftir fríið fóru þau á nýja flugvöllinn á Gíbraltar og skráðu sig inn í flugvél easyJet, sem átti að flytja þau heim til Englands. En þá kom í ljós að vélin hafði bilað og þeim var sagt að þau yrði að fara í rútu til Malágaflugvallar í staðinn.

Eftir tveggja tíma bið lagði rútan loks af stað með rúmlega 150 aðra farþega. Rútuferðin tók rúma tvo tíma og þar var beðið á ný þar til flugvélin gat loks lagt af stað. Í ljós kom síðar, að ekkert reyndist vera að vélinni í Gíbraltar.

En á leiðinni heim yfir Evrópu fékk flugfreyja botnlangakast, einn farþegi fékk hjartaáfall og annar snert af heilablóðfalli. Því greip flugstjórinn á það ráð að lenda flugvélinni í Bordeaux í Frakklandi.

Í ljós kom síðan, að franskir flugumferðarstórar voru í verkfalli og vegna þess hve fáir voru á vakt máttu flugvélar ekki fara á loft nema með í mesta lagi 140 farþega um borð. Þess vegna varð að fá 14 sjálfboðaliða til að dvelja áfram í Bordeaux á meðan hinir héldu áfram heim.

„Flugmaðurinn sagði, að þetta væri flugferð frá helvíti. En ég vorkenndi farþegunum tveimur sem veiktust," sagði John Reeve. Þau hjónin komu loks heim til sín klukkan 7 um morguninn og höfðu þá komið við á fjórum flugvöllum, og ferðast að auki með nokkrum rútum og leigubílum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar