Kona, búsett í Sádí-Arabíu, hefur farið fram á skilnað frá eiginmanninum eftir að hún komst að því að hún var skráð undir heitinu Guantánamo í farsíma hans. Í dagblaðinu Al-Watan kemur fram að konan hafi farið yfir símaskrá eiginmannsins þegar hann gleymdi farsímanum heima.
Hjónin hafa verið gift í sautján ár en í blaðinu er ýjað að því að henni hafi mislíkað að vera líkt við fangabúðir Bandaríkjastjórnar á Kúbu. Leggur blaðið til að hún þiggi bætur frá eiginmanninum fyrir móðgunina og hætti við skilnaðinn.