Þýskir auðmenn til bjargar - hærri skatta takk!

Ekki fylgir sögunni hvort þýski tónlistarmaðurinn Helge Schneider sé á …
Ekki fylgir sögunni hvort þýski tónlistarmaðurinn Helge Schneider sé á meðal helstu auðmanna Þýskalands, og ef svo er hvort hann hafi skrifað undir listann. Af þessari mynd að dæma virðist hann þó eiga gullasna. AP

Hópur auðugra Þjóðverja hefur hafið undirskriftasöfnun í þeim tilgangi að hvetja aðra þýska auðmenn til að leggja hönd á plóg til að rétta þjóðarskútuna af. Sem kunnugt er hafa Þjóðverjar ekki farið varhluta af efnahagskreppunni. Einn þeirra bendir á að hann eigi „fullt af peningum sem ég þarf ekki.“

Fjörtíu og fjórir hafa skrifað undir listann, en þeir vilja sannfæra stjórnvöld um að hækka skatta á auðmenn. Listann má sjá hér.

AFP-fréttastofan bendir á að ríkustu fjölskyldur landsins hafi ekki skrifað undir listann.

Dieter Kelkuhl, sem er 66 ára gamall læknir á eftirlaunum, segir að nú sé komið að því að hinir efnameiri geri sitt til að hjálpa þjóðinni út úr efnahagþrengingunum.

Hann telur að ef þær 2,2 milljónir Þjóðverja, sem eiga 500.000 evrur (rúmar 90 milljónir kr.) eða meira, greiddu fimm prósent aukaskatt á þessu ári og því næsta, þá myndi það þýða að ríkissjóður myndi fá um 100 milljarða evra í kassann. 

Kelmkuhl segist hafa fengið þessa hugmynd þegar þýsk stjórnvöld vörðu milljörðum evra til að bjarga bankakerfinu og styrkja þýskt efnahagslíf. Á sama tíma aukist bilið á milli ríkra og fátækra í landinu.

„Ég varð mjög reiður þegar ég fór að velta því fyrir hvernig við gátum allt í einu reddað öllu þessu fé fyrir bankana. Þetta er fé sem var áður ekki til fyrir mikilvæg málefni eins og mennta- og umhverfismál,“ er haft eftir Kelmkuhl í þýska vikublaðinu Die Zeit.

Hann vill að Þjóðverjar stofni sína útgáfu af bandarísku samtökunum United for a Fair Economy (UFA), sem mætti útleggja sem Sameinuð um sanngjarnt efnahagslíf. Um 700 auðugir Bandaríkjamenn eru í UFA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir