Barn sem fæddist í flugvél flýgur frítt

Konan átti barnið um borð í flugvél AirAsia.
Konan átti barnið um borð í flugvél AirAsia.

Flugfélagið AirAsia hefur ákveðið að gefa sveinsbarni sem fæddist um borð í einni af flugvélum þess í vikunni fríar flugferðir alla ævi. Móðir þess sem einnig flýgur frítt með flugfélaginu átti barnið í áætlunarflugi frá eyjunni Penang til Borneo á miðvikudag.

Raunar var flugvélinni snúið við til höfuðborgar Malasíu, Kuala Lumpur, þegar styttist verulega milli hríða hjá konunni. Rétt fyrir lendingu kom barnið hins vegar í heiminn. Mæðginin voru flutt á sjúkrahús í kjölfarið.

Flugfélagið var svo ánægt með þessa óvæntu fæðingu um borð að það ákvað að veita mæðginunum veglega gjöf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir