Mælt með að konan sé yngri og klárari

Samkvæmt breskum vísindamönnum ættu menn að kvænast yngri og klárari …
Samkvæmt breskum vísindamönnum ættu menn að kvænast yngri og klárari konum en þeir eru sjálfir. Mbl.is/Árni Torfason

Lykillinn að hamingjusömu hjónabandi er að maðurinn sé að minnsta kosti fimm árum eldri en konan og að hún sé gáfaðri og betur menntaðri en hann. Þetta er niðurstaða breskrar rannsóknar sem nýlega var framkvæmd í Háskólanum í Bath.

Þá hefur það mikið að segja hvort annar aðilinn sé fráskilinn þegar samband hefst.

Niðurstaða rannsóknarinnar sem teymi frá Háskóla Bath framkvæmdi var nýlega birt í tímaritinu European Journal of Operational Research. Rannsökuðu þeir 1500 pör sem voru annað hvort gift eða í alvarlegu sambandi. Voru skoðuð við þau viðtöl og fimm árum síðar var talað við 1000 pör og kannað hver staðan væri.

Í þeim tilvikum þar sem konan var að minnsta kosti fimm árum eldri en maðurinn var þrisvar sinnum líklegra að þau væru búin að skilja en ef þau hefðu bæði verið á sama aldri.

Ef aldurskiptingin var á hinn veginn, þ.e ef maðurinn var eldri en konan, var hins vegar mun líklegra að sambandið stæði enn.

Þá hefur menntun talsvert að segja; ef konan var menntaðri en maðurinn jók það líkurnar á hamingjusömu hjónabandi.

Ef hvorugur aðilinn hafði verið giftur áður var það sömuleiðis betra. En ef bara annar aðilinn hafði annað hjónaband að baki þá voru líkurnar verri en ef báðir komu úr öðrum hjónaböndum.

Dr Emmanuel Fragniere og starfsfélagar segja að konur og karlar velji maka á grundvelli ástar, aðdráttarafls, samskonar smekks, trúar, skoðana og annarra gilda. En ef aðrir og hlutlausari þættir, eins og aldur, menntun og menningarlegur bakgrunnur, væri sömuleiðis hafðir til hliðsjónar myndi það draga úr líkum á hjónaskilnaði.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar