Palestínumenn, sem búa í Hebron á Vesturbakkanum, halda því fram að þeir hafi saumað stærsta kjól í heimi. Um 150 konur tóku þátt í því að sauma kjólinn, sem er 32,6 metrar á lengd og 18,1 metri á breidd.
Vonir standa til þess að kjóllinn verði skráður í Heimsmetabók Guinness og að verkið verði palestínsku handverki til framdráttar.
Margar konur á Vesturbakkanum hafa snúið sér að hannyrðum eftir að Ísraelar lögðu frekari takmarkanir á vöruflutning og fólksflutning í kjölfar annarrar uppreisnar Palestínumanna gegn hernámi Ísraela. Aðgerðir Ísraela hafa haft mjög neikvæð áhrif á efnahagslífið á Vesturbakkanum.
Í fyrra mældist samdráttur níu árið í röð og þá er atvinnuleysið mikið, eða 32%.