Listamaðurinn Stephen Wiltshire, sem er einhverfur, getur teiknað sex metra langa víðmynd af skýjakljúfum Manhattan í New York. Það sem vekur athygli er að hann teiknar myndina algjörlega út frá minni.
Wiltshire, sem býr í London, getur teiknað mjög nákvæmar myndir. Hann hefur þegar búið til svipaðar myndir af London, Sydney og Los Angeles.
„New York er notaleg borg, fallegur staður. Ferhyrndar breiðgötur, háar byggingar, skýjakljúfar og Empire State er í uppháhaldi,“ segir listamaðurinn sem réðst í að teikna borgina stuttu eftir að hafa flogið yfir borgina í þyrlu.
Hann viðurkennir hins vegar að þetta sé erfitt og krefjandi verkefni, og hann hlustar á tónlist til að einbeita sér.
Wiltshire teiknar myndina í Pratt stofnuninni í Brooklyn og vonast til að ljúka henni fyrir helgi.