Ástarleikurinn varð of heitur

Bruna­boði fór af stað í norsku sveita­hót­eli í nótt og gaf til kynna að eld­ur væri laus í einu her­bergj­anna. Í ljós kom að par hafði verið að at­hafna sig í sturt­unni og guf­an setti reyk­skynj­ara af stað.

Að sögn frétta­vefjar­ins eikernytt.no var voru her­berg­in á hót­el­inu rýmd og gest­irn­ir, 13 að tölu, látn­ir fara niður í and­dyri. Tvo vantaði þó, parið í her­berg­inu þar sem bruna­boðinn hafði farið af stað.  Lög­regla´og slökkvilið rudd­ist því inn í her­bergið og sáu þá hvers kyns var.

„Þetta gekk vel og eng­an sakaði en fjöl­skylda, sem dvaldi á hót­el­inu vegna þess að eld­ur hafði kviknað í húsi þeirra í Vest­fossen, fékk þarna nýtt áfall," hef­ur vef­ur­inn eft­ir Roar Sand­en, slökkviliðsstjóra í Hokksund.

Hann seg­ir, að einu skemmd­irn­ar sem urðu á hót­el­inu hafi verið vatns­skemmd­ir en vatn rann úr baðher­berg­inu niður á næstu hæð.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Án nokkurs vafa ertu miðja allrar athygli í félagslífinu. Vinir bjóða þér alls kyns hlunnindi og það eru litlu hlutirnir í lífinu sem veita þér sjálfstraust til þess að mæta áskorunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Án nokkurs vafa ertu miðja allrar athygli í félagslífinu. Vinir bjóða þér alls kyns hlunnindi og það eru litlu hlutirnir í lífinu sem veita þér sjálfstraust til þess að mæta áskorunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka