Ástarleikurinn varð of heitur

Brunaboði fór af stað í norsku sveitahóteli í nótt og gaf til kynna að eldur væri laus í einu herbergjanna. Í ljós kom að par hafði verið að athafna sig í sturtunni og gufan setti reykskynjara af stað.

Að sögn fréttavefjarins eikernytt.no var voru herbergin á hótelinu rýmd og gestirnir, 13 að tölu, látnir fara niður í anddyri. Tvo vantaði þó, parið í herberginu þar sem brunaboðinn hafði farið af stað.  Lögregla´og slökkvilið ruddist því inn í herbergið og sáu þá hvers kyns var.

„Þetta gekk vel og engan sakaði en fjölskylda, sem dvaldi á hótelinu vegna þess að eldur hafði kviknað í húsi þeirra í Vestfossen, fékk þarna nýtt áfall," hefur vefurinn eftir Roar Sanden, slökkviliðsstjóra í Hokksund.

Hann segir, að einu skemmdirnar sem urðu á hótelinu hafi verið vatnsskemmdir en vatn rann úr baðherberginu niður á næstu hæð.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan