Áhyggjufullur flugmaður bað farþegana um að biðja

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sést hér í flugvellinum í Íran. …
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sést hér í flugvellinum í Íran. Ekki fylgir sögunni hvort hann hafi verið í vélinni. Reuters

Íranskur flugmaður varð mjög áhyggjufullur þegar tæknibilun kom upp í flugi í gær. Flugmaðurinn brást við með því að segja farþegunum frá vandamálinu og í framhaldinu bað hann þá um að leggjast á bæn.

Eftir um sex klukkutíma töf á flugvellinum í Teheran í Íran tókst Boeing-vél flugfélagsins Aseman loks á loft. Hún varð hins vegar að snúa aftur vegna bilunar í tæknibúnaði. Þetta hefur íranska fréttastofan ISNA eftir einum flugfarþeganna.

Hann segir að vélin hafi hafið sig flugs kl. 00:15 að staðartíma og hafi orðið að lenda aftur á vellinum um 45 mínútum síðar.

Farþeginn segir að flugstjórinn hafi sagt við farþegana að vegna tæknilegrar bilunar hefði vélin orðið að snúa við. „Vinsamlegast biðjið,“ á flugstjórinn svo að hafa sagt.

Refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir hafa í áraraðir hamlað því að Íranir geti endurnýjað flugvélaflotann sinn, eða keypt varahluti í gamlar vélar. Því hafa fjölmörg alvarleg flugslys orðið í landinu undanfarinn áratug.

Bæði farþegavélar og herþotur landsins eru orðnar mjög gamlar og margar í mjög lélegu ásigkomulagi, ekki síst vegna viðhaldsleysis.

Eitt af verstu flugslysum í sögu landsins varð í júlí sl. þegar vél Caspian flugfélagsins fórst nærri Qazvin, sem er norðvestur af Teheran. Þá létust allir 168 um borð. Vélin var rússnesk af gerðinni Tupolev 154.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka