Nóg að gera hjá dönskum særingamönnum

Spurning er hvort danskir særingamenn nota sömu aðferðir og íslenskir …
Spurning er hvort danskir særingamenn nota sömu aðferðir og íslenskir á sínum tíma. Þessi mynd úr Draugasafninu á Stokkseyri sýnir þegar draugur er kveðinn niður.

Dularfullir atburðir á barnaheimili á Vejby á Sjálandi í Danmörku gerðu það að verkum, að sveitarfélagið ákvað að kaupa þjónustu særingamanna til að kveða niður drauga, sem þar voru taldir vera á sveimi.

Fram kemur í danska blaðinu Søndagsavisen um helgina, að bæði kennarar og fólk, sem starfaði við hreingerningar á barnaheimilinu, hafi verið slegin óhug vegna atburðanna. Að sögn blaðsins duttu bækur og kassar af borðum á gólfið án sjáanlegrar ástæðu, gamlar spiladósir fóru að spila af sjálfu sér og einnig þóttust starfsmenn sjá skuggamyndir af börnum í glugga þótt öll börn ættu að vera farin heim.

Blaðið hefur eftir  John Bamberger hjá sveitarfélaginu Gribskov, að starfsfólkið hafi verið orðið verulega óttaslegið en þessir atburður gerðust árið 2004. Þess vegna hafi hann veitt barnaheimilinu  Humlehuset, sem nú heitir BakkeToppen, leyfi til að nota jafnvirði 50 þúsund íslenskra króna til að kaupa þjónustu særingamanns.

Fram kemur á fréttavef Jótlandspóstsins, að Gribskov sé ekki eina sveitarfélagið, sem hafi þurft að fást við gesti að handan. Þannig hafi andar verið reknir út úr dagheimili í Svendborg. Þá hafi draugur gengið ljósum logum á hjúkrunarheimili í Odder nálægt Árósum og á endanum var miðill kallaður til. 

Haft er eftir Shane Eno, formanni dönsku sálarrannsóknastofnunarinnar, að oft sé haft samband við stofnunina og í ár hafi starfsmenn barnaheimila, hjúkrunarheimila og sjúkrahúsa í tólf tilfellum leitað þangað eftir aðstoð.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir