Konu og 2 ára syni hennar vísað úr flugvél

Talsmaður bandaríska flugfélagsins Southwest Airlines hefur beðið konu, sem vísað var út úr flugvél félagsins ásamt óstýrilátum 2 ára syni sínum, afsökunar. 

Talsmaðurinn sagði, að flugfélagið hefði hringt í Pamelu Root á föstudag, beðið hana afsökunar og boðist til að endurgreiða flugmiðana og færa henni 300 dala gjafabréf inn á flugmiða.  

Flugvélin var að fara frá Amarillo í Texas til San Jose. Á meðan flugfreyjur fóru yfir öryggisreglur í flugvélinni og sýndu meðferð öryggisbúnaðar hrópaði drengurinn stöðugt: Flugvél, farðu af stað, og Ég vil pabba minn!

Áhöfnin sagði, að farþegar gætu ekki heyrt í flugfreyjunum vegna öskranna í drengnum og vísuðu mæðginunum því út.

Root sagðist enn vonast til, að flugfélagið muni bæta sér það, að hún þurfti að kaupa aukableyjur og ferðabarnarúm vegna þess að þau þurftu að dvelja aukanótt í Amarillo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir