Mætti í kvenmannsfötum í ræktina

Frá Hong Kong
Frá Hong Kong Reuters

Ekkill sem mætti í líkamsræktarstöð í Hong Kong sem einungis er ætluð konum, klæddur í kvenmannsföt og með skilríki eiginkonunnar, var dreginn fyrir dóm í gær.

Lau Siu-wah, 51 árs, var ákærður fyrir að hafa notað skilríki látinnar eiginkonu sinnar til þess að æfa í líkamsræktarstöð sem konur hafa einar aðgang að á Sheraton hóteli í Hong Kong, að því er fram kemur í frétt The Standard í dag.

Eitthvað þótti starfsfólki Lau grunsamlegur og kallaði lögreglu til. Viðurkenndi Lau fyrir lögreglu að hann hefði notað persónuskilríki konu sinnar til þess að æfa í stöðinni en konan hans lést árið 2007.

Lau mætti í kvenmannsfötum í dómssalinn í gær og með rautt naglalakk. Var málinu frestað þar til í næsta mánuði en honum bannað að nota skilríki konunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar