Banna „spillta" hringitóna

Farsími -
Farsími -

Harðlínu uppreisnarmenn al Shabaab í Sómalíu hafa nú bannað hringitóna sem þeim þykir bera vott um spillingu og vilja að í staðinn setji fólk hringingu þar sem múslimaklerkur les úr Kóraninum eða Hadith.

Sacdiyo Sheeq, tuttugu og fimm ára sómölsk kona, segist hafa notið þess að hlusta á Bollywood tónlist í símanum sínum en nú sé það fyrir bí, og er hún búin að hreinsa minni símans af hinni forboðnu tónlist.

Hinn nítján Ali Mahamud Ysuf flýði heimili sitt eftir að hafa hlotið tuttugu og fimm svipuhögg fyrir að hlusta á tónlist og horfa á myndbönd í símanum sínum. Hann segir liðsmenn al Shabaab hafa sakað sig um að hafna trúnni með athæfi sínu.

Þar sem al Shabaab er við stjórn í Sómalíu hefur einnig verið bannað að horfa á kvikmyndir, að dansað sé við brúðkaup og að spila og horfa á fótbolta. 

Samkvæmt fréttastofu Sky, vilja uppreisnarmenn al Shabaab steypa sitjandi stjórn, sem studd er af Sameinuðu Þjóðunum, af stóli og innleiða eigin stranga útgáfu af Sharía lögum, múslima. 

Klerkar á þeirra vegum hafa fyrirskipað aftökur, barsmíðar og aflimanir en liðsmenn alShabaab hafa náð völdum í suðurhluta landsins og einhverjum hlutum höfuðborgarinnar Mogadishu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup