Myndskeið sem sýna klaufalega tilburði stjórnenda ökutækja af ýmsu tagi verða stöðugt algengari á netinu. Það síðasta sýnir ökumann gaffallyftara fara á kostum í vörugeymslu í Moskvu í Rússlandi.
Lyftarastjórnandinn virðist auka hraðanna rétt áður en hann lendir á kassastæðu í vörugeymslunni og við það hrynja kassarnir. Þeir innihéldu koníak og vodka og er tjónið metið á jafnvirði 19 milljóna króna.
Ökumaðurinn grófst undir flöskunum en samstarfsmenn hans voru fljótir til og björguðu honum. Að sögn slapp maðurinn með skrámur.