Mætti í eigin jarðarför

Tæplega sextugur Brasilíumaður olli uppnámi þegar hann mætti sprelllifandi í eigin útför.

Að sögn brasilískra fjölmiðla höfðu ættingjar múrarans Ademir Jorge Goncalves fullyrt að lík manns, sem fórst í bílslysi í Paranafylki daginn áður væri af honum.  

Raunar var erfitt að bera kennsl á líkið þar sem það var illa farið. Móðir Ademirs og fleiri ættingjar voru raunar í nokkrum vafa en frænka hans og fjórir vinir voru alveg vissir í sinni sök.

Í Brasilíu eru látnir bornir til grafar eins fljótt og verða má og því fór útförin fram daginn eftir. Meðan á henni stóð birtist Ademir hins vegar, hálf tuskulegur en í fullu fjöri.  

Í ljós kom að hann hafði verið á fylleríi með vinum sínum þar sem þeir drukku pinga, brasilískt brennivín. Þegar hann raknaði við sér morguninn eftir frétti hann að verið væri að bera hann til grafar.

Í ljós kom að líkið var af manni úr öðru fylki.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup