Bónorð réttlæti ekki kynlíf

Indverskar konur við Ganges ána
Indverskar konur við Ganges ána JAYANTA SHAW

Dómari í Nýju-Delí hefur varað indverskar konur við því að treysta innantómum lofurðum um hjónaband, eftir að verðandi brúður sakaði ástmann sinn um nauðgun vegna þess að hann sveik loforð sitt um að giftast henni.

Konan taldi að sér hefði í raun verið nauðgað vegna þess að hún hefði aðeins samþykkt að stunda kynlíf með manninum vegna samkomulags þeirra um að þau myndu fljótt gifta sig. Dómarinn sem úrskurðaði í málinu sagði hinsvegar að konan, sem er 23 ára, þyrfti að sætta sig við afleiðingar svikanna.

„Loforðið eitt um brúðkaup ætti ekki að hafa nægt henni til að stofna til líkamlegs sambands við ákærða,” hefur AFP eftir dómaranum. „Það er meginábyrgð konunnar að gæta velsæmis. Kona ætti ekki að kasta sér í faðm karlmanns og gefa sig þannig lauslætinu á vald”

Talið er líklegt að athugasemdir dómarans muni vekja mikla reiðið kvenréttindafólks í Indlandi, ekki síst þar sem nýlega hafa fallið aðrir dómar hliðhollir þeirri skoðun að svikin loforð um hjónaband jafngildi nauðgun.

Fyrir réttinum kom fram að parið hefði stundað kynlíf saman í rúmt ár, í fyrsta skipti á heimili fjölskyldu konunnar eftir að hafa sett lyf í te foreldra hennar til að svæfa þau.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan