Rekin fyrir að vera í of stuttum kjól

Háskóli í Brasilíu hefur afturkallað ákvörðun um að vísa tvítugri stúlku úr skólanum fyrir að vera í of stuttum kjól í tímum. Málið hefur vakið mikla umræðu og uppnám í Brasilíu.

Myndskeið, sem sýnir fólk gera hróp að stúlkunni, hefur farið víða um brasilíska netið. Þar sjást öryggisverðir leiða Geisy Arruda út úr háskólanum eftir að hafa sveipað hana hvítri dulu, sem hylur kjólinn.

Fram kemur á fréttavef BBC, að skólinn lýsti því yfir í gær að Arruda hefði fengið inngöngu í skólann á ný. Engar skýringar eru gefnar. Fyrir helgi sagði skólinn hins vegar að Arruda hefði truflað kennslu og vanvirt siðareglur, virðingu skólans og siðferði.  

Arruda hélt blaðamannafund í síðustu viku ásamt lögmönnum sínum og sagði að hún hefði verið niðurlægð. Skólayfirvöld hefðu ekki birt neinar reglur um klæðaburð.

Brasilíska menntamálaráðuneytið óskað eftir skýringum háskólans á  brottrekstrinum og ráðherra jafnréttismála gagnrýndi skólann harðlega.  

Arruda vísaði á bug fullyrðingum lögmanns skólans um að hún hefði lyft kjólfaldinum, stillt sér upp fyrir myndatöku og reynt ýmislegt annað til að vekja á sér athygli.

Geisy Arruda í sttuttum kjól.
Geisy Arruda í sttuttum kjól. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir