Giftist löngu látnum unnusta sínum

Tutt­ugu og sex ára frönsk kona fékk að gift­ast sín­um heitt­elskaða í smá­bæn­um Domm­ary-Baroncourt í Aust­ur-Frakklandi á laug­ar­dag. Hið óvenju­lega við það, er að maður­inn er löngu lát­inn.

„Já,“ svaraði Magali Jaskiewicz er hún var spurð hvort hún gengi að eiga unn­usta sinn, Jon­ath­an, af hug og hjarta. Vígsluna fram­kvæmdi Christophe Caput, bæj­ar­stjóri í Domm­ary-Baroncourt. 

Caput sagði bæj­ar­stjórn­ina hafa fall­ist á beiðni Magali um að fá að gift­ast unn­usta sín­um vegna hins hörmu­lega dauðdaga hans.

Hinn 25. nóv­em­ber í fyrra skráðu þau Magali og Jon­ath­an sig til borg­ara­legr­ar vígslu í ráðhús­inu. Völdu þau vígslu­dag í janú­ar á þessu ári. Af brúðkaupi gat aldrei orðið því tveim­ur dög­um eft­ir skrán­ing­una beið Jon­ath­an hins veg­ar bana í um­ferðarslysi.

Magali og Jon­ath­an höfðu búið sam­an í fimm ár og áttu tvær ung­ar dæt­ur, hálfs ann­ars árs og þriggja ára.

Harm­ur Magali var mik­ill en hún komst að því að við sér­stak­ar kring­um­stæður leyfðu lög hjóna­vígslu eft­ir and­lát ann­ars aðilans. Til þess þyrfti þó sér­staka heim­ild bæj­ar­yf­ir­valda og kjör­inna full­trúa. Málið fór alla leið til Nicolas Sar­kozy for­seta, sem gaf sitt leyfi fyr­ir vígslunni.

Svo langt var und­ir­bún­ing­ur hjóna­vígslunn­ar kom­inn áður en Jon­ath­an beið bana, að Magali hafði keypt sér brúðar­kjól. Hon­um skartaði hún við vígsluna á laug­ar­dag. Á trön­um við hlið henn­ar hvíldi inn­römmuð mynd af eig­in­mann­in­um verðandi. Gift­ing­ar­hring sinn ber hún á vinstri hendi og hring Jon­ath­an í festi um háls­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það er fátt sem getur staðið í vegi fyrir þér, þegar sá gállinn er á þér. Að eignast þýðingarmikla kunningja og góð sambönd byrjar með því að hugsa vel til annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það er fátt sem getur staðið í vegi fyrir þér, þegar sá gállinn er á þér. Að eignast þýðingarmikla kunningja og góð sambönd byrjar með því að hugsa vel til annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant