Giftist löngu látnum unnusta sínum

Tuttugu og sex ára frönsk kona fékk að giftast sínum heittelskaða í smábænum Dommary-Baroncourt í Austur-Frakklandi á laugardag. Hið óvenjulega við það, er að maðurinn er löngu látinn.

„Já,“ svaraði Magali Jaskiewicz er hún var spurð hvort hún gengi að eiga unnusta sinn, Jonathan, af hug og hjarta. Vígsluna framkvæmdi Christophe Caput, bæjarstjóri í Dommary-Baroncourt. 

Caput sagði bæjarstjórnina hafa fallist á beiðni Magali um að fá að giftast unnusta sínum vegna hins hörmulega dauðdaga hans.

Hinn 25. nóvember í fyrra skráðu þau Magali og Jonathan sig til borgaralegrar vígslu í ráðhúsinu. Völdu þau vígsludag í janúar á þessu ári. Af brúðkaupi gat aldrei orðið því tveimur dögum eftir skráninguna beið Jonathan hins vegar bana í umferðarslysi.

Magali og Jonathan höfðu búið saman í fimm ár og áttu tvær ungar dætur, hálfs annars árs og þriggja ára.

Harmur Magali var mikill en hún komst að því að við sérstakar kringumstæður leyfðu lög hjónavígslu eftir andlát annars aðilans. Til þess þyrfti þó sérstaka heimild bæjaryfirvalda og kjörinna fulltrúa. Málið fór alla leið til Nicolas Sarkozy forseta, sem gaf sitt leyfi fyrir vígslunni.

Svo langt var undirbúningur hjónavígslunnar kominn áður en Jonathan beið bana, að Magali hafði keypt sér brúðarkjól. Honum skartaði hún við vígsluna á laugardag. Á trönum við hlið hennar hvíldi innrömmuð mynd af eiginmanninum verðandi. Giftingarhring sinn ber hún á vinstri hendi og hring Jonathan í festi um hálsinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir