Tveir breskir hnefaleikarar komust á spjöld sögunnar í síðustu viku þegar þeim tókst að slá hvor annan niður samtímis.
Það voru þeir Paul Samuels frá Wales og Cello Renda frá Englandi sem tókust á. Í annarri lotu náðu þeir báðir hniðmiðuðum höggum - samtímis - og lágu báðir í gólfinu í kjölfarið.
Þeim tókst þó báðum að standa upp áður en þeir voru taldir út og í þriðju lotu var Samuels úrskurðaður sigurvegari á tæknilegu rothöggi.