Skrapp í búð - 600 km akstur

Það er oft gott að spyrja til vegar
Það er oft gott að spyrja til vegar mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ástralskur karlmaður á níræðisaldri, sem var leitað fyrr í vikunni, er fundinn, í 600 km í fjarlægð frá þeim stað sem hann átti að vera á. Sagði hann við lögreglu að það hafi verið svo gaman að keyra að hann hefði ekki getað hugsað sér að stöðva bifreiðina.

Maðurinn,  Eric Steward 81 árs, var í heimsókn hjá félaga sínum í Yass, bæ skammt frá Sydney, skrapp að kaupa dagblað um klukkan 7:30 á mánudagsmorguninn. Steward tókst hins vegar að taka ranga beygju inn á þjóðveginn og ók í ríflega átta klukkustundir áður en hann stöðvaði hjá lögreglu og spurði til vegar. Þá var hann kominn til Geelong í Victoria. Í morgun sagði hann við fjölmiðla að hann vissi hreinlega ekki hvað hann hafi verið hugsa við aksturinn.

„Ég óka af stað og ferðin var róleg og friðsæl. Ég vissi ekki hvert ég var að fara en ég vissi að ég myndi rata þangað að lokum og með heppni þá myndi ég finna eiginkonu mína á ný," sagði Steward. Clare, eiginkona hans, var hins vegar orðin afar óttaslegin um eiginmanninn eftir að hafa náð í hann í farsíma. „Hann er góður bílstjóri, mjög einbeittur, það veit ég," segir Clare.

Hún segir að það hafi fyrst komið í ljós hvar hann var staddur þegar hún hafi spurt hann hvort það væru ekki einhver skilti sjáanleg og hann hafi svarað „uh,  Westgate Bridge" sem eru á mörkum Melbourne.

Clayton Smith lögregluþjónn í Victoria segir að Steward hafi sagt honum að hann væri villtur. Smith segir að þegar lögreglan hafi spurt Steward hvers vegna hann hafi ekki stöðvað fyrr og spurt til vegar þá hafi svarið verið afar einfalt. „Ég hef gaman af því að keyra."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir