Taílenskur Emil í Kattholti

Kalla varð eftir aðstoð þegar átta ára gamall taílenskur drengur festi höfuðið í litlu gati sem var á steinvegg í skólastofu. Þetta gerðist þegar hann teygði sig í reglustiku, sem hann rétti svo vini sínum í gegnum gatið. Málið vandaðist hins vegar þegar pilturinn ætlaði að reisa sig við.

Fjölmargir björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Þeir urðu að brjóta vegginn í kringum piltinn og á meðan báru kennarar matarolíu á höfuðið á honum. Drengnum var vitanlega mjög brugðið og var gefið súrefni svo hann gæti örugglega andað. 

Eftir að hafa verið í um klukkutíma á milli steins og sleggju slapp strákur loks úr prísundinni. Hann grét hressilega en að öðru leiti var hann ómeiddur. Kauði þurfti því aðeins knús, enda með sært stolt eftir að hafa reynt að gera góðverk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir