Sankti Kláus svarar ekki börnum þessi jólin

Jólasveinar eru mikils megnir, en eitthvað ætlar að vefjast fyrir …
Jólasveinar eru mikils megnir, en eitthvað ætlar að vefjast fyrir bandaríska jólasveininum að opna póstinn sinn þetta árið. Reuters

Það skiptir ekki máli hvort bandarísk börn hafa verið þæg eða óþekk þetta árið, ekkert þeirra mun fá svar frá jólasveininum ef þau skrifa honum bréf. Bandaríska póstþjónustan hefur nefnilega hætt að senda póst sem stílaður er á jólasveininn til bæjarins North Pole (Norðurpólsins) í Alaska.

Frá árinu 1954 hafa þúsundir sjálfboðaliða í þessum mikla jólabæ tekið þátt í þeirri hefð að svara bréfum sem stíluð eru á jólasveininn á norðurpólnum, en póstþjónustan hefur sent bréfin þangað. Póstsendingunum hefur verið hætt eftir að uppkomst að sjálfboðaliði sem starfaði við að svara bréfum var skráður kynferðisafbrotamaður.

Doug Isaacson, bæjarstjóri í North Pole, þar sem götur heita nöfnum á borð við Jólasveinsgata og Nikulásarbraut, segir að aðgerðin sé meira í anda Trölla, en jólanna. Sem kunnugt er hefur Trölli þessi um áraskeið verið sakaður um að hafa eitt sinn stolið jólunum. Sá er grænn, loðinn og úrillur.

Isaacson segir að á fimm áratugum hafi öllum bréfum verið svarað án vandkvæða, en þau voru 150 þúsund talsins í fyrra.

Nýja stefnan er til komin vegna friðhelgi einkalífsins, þar sem reyna á að verja börn fyrir því að persónulegum upplýsingum um þau sé dreift til ókunnugra, að sögn talsmanns póstþjónustunnar, USPS, Ernie Swanson.

„Það hafa verið uppi áhyggjur vegna þess að póstþjónustan dreifi þessum upplýsingum einfaldlega til annars fólks og það hvað geti gerst vegna þess," segir hann.

Isaacson segir hins vegar að klók börn geti komist hjá þessu með því að stíla bréf sín á Sankti Kláusar húsið, Norðurpólnum, Alaska eða jafnvel á ráðhúsið í North Pole, sem muni þá svara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir