McDonalds verður grænn

Í Þýskalandi mun rauði liturinn í merki McDonalds víkja fyrir …
Í Þýskalandi mun rauði liturinn í merki McDonalds víkja fyrir þeim græna

Áhrifa loftlagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn gætir víða. Meira að segja hjá skyndibitakeðjunni McDonalds. Í Þýskalandi á að breyta merki fyrirtækisins, rauði liturinn víkur fyrir þeim græna. 

Holger Beec, aðstoðarforstjóri McDonalds í Þýskalandi segir í viðtali við Financial Times Deutschland í dag að unnið sé að endurskipulagningu veitingastaða keðjunnar í Þýskalandi og horft verði til þess að gera þá umhverfisvænni. Til þess að leggja áherslu þar á verður meðal annars litum í merki keðjunnar breytt. 

Þess má geta að merki McDonalds er meðal þeirra sex vörumerkja í heiminum sem eru þekktust. Merki Coca-Cola, IBM, Microsoft, General Electric og Nokia eru þau einu í heiminum sem fleiri þekkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir