Kanadísk kona, sem hefur verið frá vinnu vegna þunglyndis, segist hafa misst sjúkratryggingabætur frá tryggingafélagi vegna mynda sem hún birti á samskiptavefnum Facebook á netinu.
Konan kveðst hafa haft samband við tryggingafélagið þegar hún missti bæturnar og henni hafi verið sagt að hún teljist ekki lengur óvinnufær. Starfsmaður félagsins hafi lýst myndum á Facebook þar sem hún hafi sést skemmta sér á krá og spóka sig á sólarströnd.
Hún segist hafa skemmt sér og farið í stuttar sólarlandaferðir að læknisráði til að gleyma vandamálum sínum.